Þjónusta
Þjónustan sem Sara býður upp á er:
Ráðgjöf og markþjálfun
Sara býður upp á einstaklingsráðgjöf og markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði hjá Lausnin fjölskyldu- og áfallamiðstöð.
Áherslur: Úrvinnsla áfalla og landvarandi streitu, kvíði og sjálfsumhyggja.
Í einstaklingsráðgjöf notast Sara við aðferðir jákvæðrar sálfræði, markþjálfun og Trauma Resciliance model (TRM). Þær leiðir sem eru farnar í einstaklingsvinnu fer alveg eftir þörfum og löngunum einstaklingsins hverju sinni.
Ráðgjöf og markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði (positive psychology coaching) er vísindaleg nálgun þar sem notuð eru verkfæri úr markþjálfun og jákvæðri sálfræði til að hjálpa einstaklingum að auka vellíðan, efla og nýta styrkleika með markvissari hætti, auka frammistöðu og ná markmiðum sem eru honum mikilvæg.
Þar að auki notar Sara TRM í bland við aðferðir jákvæðrar sálfræði til að hjálpa einstaklingum að komast í betri tengsl við líkama sinn og koma jafnvægi á líkama og huga til að losa um uppsafnaða streitu og í líkamanum vegna mikils álags eða áfalla og minnka kvíða.
Bóka tíma hér
Foreldrafræðsla
Sara býður einnig upp á foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Í fræðslu til foreldra er Sara að einblína á að styðja við foreldra, bæði í foreldrahlutverkinu sjálfu og í að hlúa betur að sjálfum sér.
Bóka tíma hér
Fyrirlestrar
Sara hefur haldið ýmsa fyrirlestra í gegnum tíðina en nýjasti fyrirlesturinn hennar er Aukin hamingja og vellíðan, sem Sara hefur haldið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Fyrirlesturinn er hægt að útfært fyrir ýmsa hópa, vinnustaði og stofnanir.
Námskeið
Sara heldur reglulega námskeið. Námskeið eru auglýst með góðum fyrirvara.